
Lionel Messi var rétt í þessu að koma Argentínu í forystu gegn Ástralíu í 16-liða úrslitum HM í Katar en þetta er þriðja mark hans á mótinu.
Argentínumenn fengu aukaspyrnu hægra megin við vítateig Ástrala en boltinn var skallaður út úr teignum. Messi fékk boltann aftur, kom honum á samherja áður en Nicolas Otamendi potaði honum til Messi sem átti gott vinstrifótar skot í vinstra hornið.
Messi er kominn með þrjú mörk á þessu móti og níunda markið sem hann skorar fyrir Argentínu á HM.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Messi skorar fyrsta mark Argentínumanna á 34. mínútu - sitt níunda mark á HM á sínum ferli pic.twitter.com/GAMXrurzRb
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 3, 2022
Athugasemdir