Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 04. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle ekki tapað í síðustu fimmtán leikjum
Eddie Howe og lærisveinar hans í Newcastle hafa fagnað góðu gengi á Englandi síðasta árið.

Howe tók við Newcastle í nóvember árið 2021 en árangur hans með liðið er framúrskarandi.

Hann tók liðið úr fallbaráttupakkanum og í dag er liðið að berjast um sæti í Meistaradeildinni.

Newcastle hefur ekki tapað í síðustu fimmtán leikjum liðsins í öllum keppnum en félagið hefur ekki náð slíkum árangri síðan 1995.Eini tapleikur Newcastle á tímabilinu var gegn Liverpool í ágúst.

Arsenal hafði skorað gegn öllum mótherjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í síðustu átjan leikjum eða þangað til Newcastle mætti á Emirates í gær.

Newcastle er í 3. sæti með 35 stig og eins og staðan er í dag þá er liðið vel statt þegar það kemur að Meistaradeildarsæti.


Athugasemdir
banner
banner