Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. janúar 2023 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Margeir framlengir við KA út 2025
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KA greindi frá því í gær að miðjumaðurinn Sveinn Margeir Hauksson væri búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og væri nú samningsbundinn út tímabilið 2025.

;,Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Sveinn Margeir algjör lykilmaður í liði KA sem tryggði sér þátttöku í Evrópukeppni á komandi sumri," segir í frétt KA.

Sveinn er 21 árs gamall Dalvíkingur en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki hjá KA frá komu sinni til félagsins árið 2019. Á nýliðnu tímabili var hann í lykilhlutverki þegar KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Hann hefur leikið 60 leiki í efstu deild og bikarkeppni fyrir KA og gert í þeim 5 mörk, þar af voru 26 leikir á nýliðnu sumri þar sem Sveinn gerði alls fjögur mörk. Í kjölfarið af frábærri frammistöðu í sumar var Sveinn valinn í U21 árs landslið Íslands sem mætti Tékklandi í umspili fyrir EM 2023. Þá var hann einn af þeim sem komu til greina í fyrra nóvembervekefni A-landsliðsins en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner