BBC fékk svör frá dómarasambandinu eftir að hafa spurst fyrir um mark Florian Wirtz í 2-2 jafntefli Liverpool gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wirtz virtist vera rangstæður en samkvæmt VAR-herberginu var hann það ekki.
04.01.2026 23:04
BBC um mark Wirtz: 5cm skekkjumörk
5cm skekkjumörk á rangstöðudómum í VAR-kerfinu hafa verið til staðar frá tímabilinu 2021-22. Skekkjumörkin voru sett á eftir mótmæli áhorfenda og félagsliða um að rangstöðukerfið þyrfti að hafa einhver skekkjumörk vegna mannlegra mistaka í VAR-herberginu.
Skekkjumörkin voru innleidd í Evrópu og á Englandi en nokkrum árum síðar tók hálfsjálfvirka SAOT kerfið yfir. Fyrst í Evrópu og síðar á Englandi.
Með SAOT kerfinu byrjuðu evrópsku deildirnar að notast aftur við gömlu rangstöðureglurnar án skekkjumarka, en það gerði enska deildin ekki. Hún hélt sínum 5cm skekkjumörkum þrátt fyrir að rangstöðukerfið væri nú orðið hálfsjálfvirkt.
Þessar upplýsingar hafa vakið furðu margra áhorfenda enska boltans sem hafa séð afar tæpa rangstöðudóma á síðustu tímabilum, en skekkjumörkin eru ekki búin að vera í umræðunni á undanförnum árum.
Skekkjumörkin voru innleidd til að tryggja að sóknarmaðurinn nyti vafans. Það getur reynst erfitt fyrir tæknina að segja til um nákvæmlega á hvaða sekúndubroti sending leggur af stað frá fæti leikmanns og því getur verið hjálpsamlegt að hafa einhver skekkjumörk.
Athugasemdir





