Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. febrúar 2023 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Keflavík lagði KA - Stefán með tvö fyrir Blika
Sindri Þór Guðmundsson
Sindri Þór Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrstu leikjunum í Lengjudeildinni er lokið en Breiðablik fékk Selfoss í heimsókn í Fífuna og Bestudeildarliðin Keflavík og KA mættust.


Í Fífunni voru heimamenn marki yfir í hálfleik en Guðmundur Tyrfingsson fékk vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik. Hann tók spyrnuna sjálfur og jafnaði metin.

Blikar svöruðu hins vegar með tveimur mörkum og unnu að lokum 3-1. Patrik Johannesen skoraði eitt mark og Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á af bekknum og skoraði tvö.

KA var marki yfir gegn Keflavík í hálfleik þar sem Daníel Hafsteinsson stangaði fyrirgjöf frá Þorra Mar Þórissyni í netið.

Keflavík komst hins vegar til baka í síðari hálfleik. Sindri Þór Guðmundsson jafnaði metin og Axel Ingi Jóhannesson tryggði Keflavík sigurinn.

Breiðablik 3-1 Selfoss
Mörk Breiðabliks: Patrik Johannesen og Stefán Ingi x2.
Mark Selfoss: Guðmundur Tyrfingsson

Keflavík 2-1 KA
Mörk Keflavíkur: Sindri Þór og Axel Ingi
Mark KA: Daníel Hafsteinsson


Athugasemdir
banner