Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Hákon óvænt úr leik í franska bikarnum - Klikkaði í vítakeppninni
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson og hans menn í franska úrvalsdeildarliðinu Lille eru úr leik í bikarnum eftir óvænt tap gegn B-deildarliði Dunkerque.

Skagamaðurinn spilaði allan leikinn með Lille í kvöld og var liðið aðeins nokkrum sekúndum frá því að komast áfram í 8-liða úrslit.

Angel Gomes skoraði eftir stoðsendingu Jonathan David á 85. mínútu, en þegar lítið var eftir af löngum uppbótartíma jafnaði hollenski framherjinn Kay Tejan metin.

Stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af og var haldið beint í vítaspyrnukeppni.

Lille skoraði úr fyrstu þremur vítum sínum á meðan Dunkerque klúðraði fyrstu tveimur vítum sínum.

Þeir Alessandro og Hákon Arnar gátu komið Lille áfram en klikkuðu báðir á punktinum. Dunkerque nýtti tækifærið og skoraði úr næstu fjórum vítum á meðan Benjamin Andre klúðraði fyrir Lille í bráðabana.

Lille er því úr leik í bikarnum en Dunkerque komið áfram í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner