Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 23:02
Brynjar Ingi Erluson
PSV fær Malacia á láni frá Man Utd (Staðfest) - Geta keypt hann í sumar
Tyrell Malacia er mættur til PSV
Tyrell Malacia er mættur til PSV
Mynd: PSV
Hollenska félagið tilkynnti í kvöld komu hollenska bakvarðarins Tyrell Malacia frá Manchester United, en hann kemur á láni út tímabilið.

PSV hóf viðræður við United undir lok gluggans eftir að viðræður við Benfica duttu upp fyrir sig.

Malacia, sem er 25 ára gamall, hefur spilað með United frá 2022, en verið meiddur síðustu tvö ár og lítið spilað.

Hann fær nú tækifæri til að koma ferlinum aftur af stað, en hann gekk í kvöld í raðir PSV á láni.

PSV, sem er á toppnum í hollensku deildinni, á möguleika á að kaupa hann fyrir fyrirfram ákveðna upphæð á meðan lánsdvölinni stendur.

„Ég er ánægður að vera kominn hingað og að geta spilað fótbolta á nýjan leik. Ég er að koma til baka úr löngum meiðslum, en ég er klár í slaginn og veit að minn tími mun koma aftur. Á öllum erfiðum tímum má einnig finna margt jákvætt og í þessu tilfelli er ég sterkari, bæði andlega og líkamlega. Ég er mun þolinmóðari, þroskaðri og þekki líkama minn betur. Ég er klár í slaginn og vonandi get ég unnið til fjölmargra verðlauna hér hjá PSV,“ sagði Malacia.


Athugasemdir
banner
banner