Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. mars 2023 10:47
Brynjar Ingi Erluson
Klopp og Ten Hag senda mikilvæg skilaboð til stuðningsmanna
Erik ten Hag og Jürgen Klopp
Erik ten Hag og Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stjórarnir, Erik ten Hag og Jürgen Klopp. hafa kallað eftir því að að stuðningsfólk Liverpool og Manchester United búi til rafmagnað andrúmsloft í stórleiknum á morgun og sleppi því að syngja níðsöngva um harmleikina sem áttu sér stað í München, Hillsborough og Heysel.

Fótboltalið Manchester United lést í flugslysi árið 1958 og 27 árum síðar dóu 39 stuðningsmenn í leik Juventus og Liverpool í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool er það mætti Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins á Hillsborough-leikvanginum.

Þessir hræðilegu atburðir hafa verið notaðir í níðsöngva hjá stuðningsfólki liðanna en það er eitthvað sem Klopp og Ten Hag vilja ekki sjá þegar liðin eigast við á Anfield á morgun.

Þeir hafa báðir kallað eftir því að stuðningsfólkið skapi rafmagnaða stemningu á Anfield án þess að þurfa að syngja níðsöngva um slysin.

„Rígurinn á milli Manchester United og Liverpool er einn sá stærsti í heiminum. Við elskum öll ástríðu stuðningsfólksins þegar liðin okkar mætast, en það á ekki að fara yfir strikið. Það er óásættanlegt að nota dauða og harmelik til að skora stig og það er tími til kominn að hætta því. Þeir sem bera ábygð á því skemma ekki bara orðspor félagana, heldur er líka mikilvægt að muna, að það skemmtir orðspor þeirra, stuðningsfólksins og borganna.“

„Ég, leikmennirnir og þjálfaraliðið biðjum því stuðningsfólkið okkar um að einbeita sér að því að styðja liðið á sunnudag og gera það á réttan hátt, sem fulltrúar félagsins,“
sagði Ten Hag.

Klopp tók í sama streng.

„Ein af aðalástæðum þess af hverju rígurinn milli Liverpool og Manchester United er svona sérstakur er af því það er svo mikil spenna og það ætti enginn að vilja breyta því. En að sama skapi, þegar rígurinn verður of taugatrekkjandi þá getur hann farið á staði sem eru engum til góðs og við þurfum það ekki.“

„Við viljum hávaða, öflugan stuðning og að andrúmsloftið sé rafmagnað. Það sem við viljum ekki er allt sem fer yfir þessi strik og þá á ég sérstaklega við um þessa söngva sem eiga engan stað í fótbolta. Þetta verður mun betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni og sleppt eitrinu,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner