Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 04. mars 2023 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Birta og Katla tryggðu góða sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik skoraði sjö mörk í stórsigri sínum á Aftureldingu er liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í dag.


Birta Georgsdóttir var atkvæðamest Blikakvenna með þrennu og deildu Andrea Rut Bjarnadóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Taylor Marie Ziemer hinum mörkunum á milli sín.

Breiðablik er því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Lengjubikarnum og með markatöluna 15-0.

Þróttur R. vann þá þægilegan sigur gegn Selfossi er liðin mættust í öðrum riðli í A-deild Lengjubikarsins.

Þar setti Katla Tryggvadóttir tvennu og gerði Jelena Tinna Kujundzic út um viðureignina fyrir leikhlé. Lokatölur urðu 3-0 og er Þróttur með fullt hús stiga og markatöluna 16-0 eftir þrjár umferðir. Selfoss er með þrjú stig eftir tvær umferðir.

Breiðablik 7 - 0 Afturelding
1-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('10 )
2-0 Birta Georgsdóttir ('13 )
3-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('21 )
4-0 Agla María Albertsdóttir ('34 )
5-0 Birta Georgsdóttir ('37 )
6-0 Taylor Marie Ziemer ('42 )
7-0 Birta Georgsdóttir ('52 )

Þróttur R. 3 - 0 Selfoss
1-0 Katla Tryggvadóttir ('3 )
2-0 Katla Tryggvadóttir ('25 )
3-0 Jelena Tinna Kujundzic ('44 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner