Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lauren James óvænt ekki valin - „Vita ekki mikið um leikmennina"
Lauren James.
Lauren James.
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart að Lauren James, leikmaður Manchester United, hafi ekki verið í enska landsliðshópnum sem var valinn nýverið.

Hege Riise, sem stýrir enska landsliðinu um þessar mundir, valdi 24 leikmenn í hópinn fyrir vináttulandsleiki gegn Frakklandi og Kanada.

Hin 19 ára gamla James hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Man Utd en hún er ekki í hópnum.

„Hún er nýkomin til baka úr meiðslum en það eru nokkrar þarna sem hafa ekki spilað fótbolta í dágóðan tíma," sagði Casey Stoney, þjálfari Man Utd, þegar hún var spurð út í valið.

„Hún hefur spilað vel í síðustu tveimur leikjum. Ég sagði bara við hana: 'Haltu bara áfram að gera það sem þú hefur verið að gera og gefðu þeim engra annarra kosta völ en að velja þig'."

„Það er ákveðinn pirringur þarna en þetta er ekki auðvelt fyrir fólkið sem stjórnar. Það er þarna til bráðabirgða og veit örugglega ekki gríðarlega mikið um leikmennina."

Hin norska Hege Riise var ráðin tímabundið til starfa hjá enska kvennalandsliðinu eftir að Phil Neville lét af störfum í janúar. Riise á að stýra enska landsliðinu þar til í september en þá mun Sarina Wiegman, þjálfari hollenska landsliðsins, taka við starfinu. Riise mun meðal annars stýra enska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tokyo.
Athugasemdir
banner
banner