Hörður Sveinsson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi-deild karla, gerði tvö mörk í dag er liðið sigraði Þór með þremur mörkum gegn einu á Nettó-vellinum.
,,Bara halda áfram eins og við kláruðum síðast svo það er jákvætt að byrja á þessum nótum," sagði Hörður við Fótbolta.net í dag.
,,Þetta var mjög erfiður leikur og völlurinn er þungur. Við vissum að Þórsararnir yrðu sterkir og þetta yrði physical leikur og mér fannst við spila ágætlega á köflum svo við erum sáttir með úrslitin."
,,Völlurinn er flottur, grænn og flottur. Hann er pínu ójafn en það á eftir að koma, hann á eftir að verða frábær í sumar."
,,Við erum nú bara að byrja fyrsta leik og ég reyni bara að halda áfram að skora fyrir liðið og spila fyrir liðið og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er mjög gott að byrja og það gefur manni sjálfstraust inn í mótið."
,,Hann týnir boltanum í sólinni í markinu en þessar vörslur sem hann var að taka er ástæðan fyrir því að við fengum hann hingað," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir