Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 22:39
Sölvi Haraldsson
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Ingvar í leik með Víking Ólafsvík í sumar.
Ingvar í leik með Víking Ólafsvík í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Þetta var rosalegt. Veit ekki hvað ég á að sega. Við áttum stúkuna gjörsamlega í dag á Seltjarnarnesinu. Við gerum það bara næstu helgi líka.“ sagði Ingvar Freyr Þorsteinsson, fyrirliði Víkings Ólafsvíkur, eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Gróttu í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Grótta 6 -  7 Víkingur Ó.

Ólsarar fjölmenntu að vestan mjög vel í dag og það heyrðist vel í þeim.

„Þetta gerði helling. Þetta var klárlega tólfti maðurinn í dag. Sérstaklega þegar maður spilar í 120 mínútur að þau héldu áfram allan tímann, þetta var rosalegt.“

Hvernig leið mönnum í leiknum sem hafði einhvernveginn allt.

„Mér fannst við loka vel á þetta í lokin. Svo settu þeir mark á lokamínútunum sem var verðskuldað eða ekki verðskuldað? Í framlengingunni sóttu þeir grimmar og það var kannski smá heppni með okkur þar.“

Hvernig var tilfinningin í vítaspyrnukeppninni?

„Þetta var helvítis stress, en ég vissi alltaf að Jón Kristinn markmaður var alltaf að fara að bjarga þessu.“

Næst er það úrslitaleikurinn sjálfur á Laugardalsvelli þar sem Ólsarar mæta Tindastól á föstudaginn.

„Miðað við stúkuna þeirra í gær og stúkuna okkar í dag verður þetta einhver helvítis veisla næstu helgi. Þetta verður bara hörkuleikur. Tvö landsbyggðarlið að mætast, gerist ekki skemmtilegra.“ sagði Ingvar að lokum.

Viðtalið við Ingvar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir