Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 17:10
Brynjar Óli Ágústsson
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ansi ljúf og góð. Mér fannst frammistaðan hjá mínu liði vera á mjög háu leveli. Gerðum gríðarlega vel í 90 mínútur plús,'' segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 sigur gegn  Val í 18. umferð Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Valur

Það lág í loftinu að leikurinn myndi enda 1-0 á annaðhvort endanum.

„Ég hef alltaf trú á liðið mitt skori. En ég veit líka að Valur er með gott lið og þær geta skorað. Mér finnst við vera klárar í dag, stelpurnar voru bara gíraðar og tilbúnar að leggja líf og sál fyrir hvort aðra,''

Fram fer í neðri hluta þegar deildin skiptis í tvennt.

„Þau eru bara gríðarlega stór. Fjögur stig frá fallsæti og fáum tvo heimaleiki í kjölfarið núna. Við erum eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann. Þetta er langt í frá að vera búið, níu stig eftir í pottinum,''

Óskar var spurður út í tilfinninguna fyrir neðri hlutan.

„Þetta eru góð lið, við vildum ekki vera í neðri hlutanum og við vorum á góðum stað í miðjum tímabilinu og lentum í brekku. Við þurfum að mæta liðum sem er ekki nóg góð en Val og sýna svona frammistöðu,''

Fram eru nýliðar í ár og voru ekki margir sem spáðu þeim að halda sér uppi í Bestu deildinni.

„Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Ég sagði í byrjun tímabils að þótt að það sé ekki reynsla frá efstu deild í þessu liði, þá er hungur, gæði og fullt af krafti og það sýndi sig yfir langa tíma,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan!


Athugasemdir
banner