
„Maður þarf aðeins að jafna sig á þessu, kom þarna gusa í seinni hálfleik. „Staðan var 0-0 í hálfleik en svo byrjar einhverneigin allt að leka." sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar eftir 4-3 tap gegn HK í Kórnum í ótrúlegum fótboltaleik. Þetta var fyrri leikur leikur liðanna í þessu umspili um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.
Lestu um leikinn: HK 4 - 3 Þróttur R.
Staðan var 0-0 í hálfleik og það var ekkert sem benti til þess að skoruð yrðu sjö mörk í síðari hálfleiknum í kvöld þegar flautað var til hálfleiks.
„Við í rauninni búum til öll þessi mörk þannig fínt dagsverk hjá okkur að búa til sjö mörk."
„Það er kannski mest svekkelsið er að ná ekki að sigla því síðan bara heim því mér fannst bara ganga ljómandi vel í að loka á sóknir HK þrátt fyrir að markatalan hafi verið eins og hún var en hún orsakast fyrst og fremst að klaufaskap okkar og mistökum sem eru sjaldséð og ég vona bara að við séum búnir að tæma þau."
Þróttur var ánægður með þá leikmenn sem komu inn en þrír af lykilmönnum liðsins voru í leikbanni í kvöld.
„Mér fannst menn standa sig frábærlega fyrir utan að hafa gert þessi mistök en það er ætlaði enginn að gera þetta þannig ég get ekki farið og sparkað í ruslatunnur eða urða yfir menn því ég veit alveg tilhvers þeir komu hingað og það var bara óhepplilegt að á lykilmómentum stóðum við okkur ekki nógu vel en heilt yfir var ég gríðarlega sáttur með leik minna manna."
Seinni leikurinn fer fram á Avisvellinum í Laugardal á sunnudaginn næstkomandi og þá ræðst hvort þessara liða fer á Laugardalsvöll í hreinan úrslitaleik um laust sæti í Bestu deild karla árið 2026.
„Það er bara hálfleikur núna og núna ráðum við ráðum okkar og getum bætt verulega í hópinn."
Viðtalið við Venna má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir