Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur ekki áhyggjur af eyðslu ensku liðanna - „Borga mikið fyrir leikmenn sem spila sex leiki"
Mynd: EPA
Javier Tebas, forseti La Liga, efstu deildarinnar á Spáni, varar við því að fjárfestingahegðunin í ensku úrvalsdeildinni geti ekki haldið áfram og hann segist ekki hafa áhyggjur af vaxandi fjárhagslegu bili á milli deildanna.

Tebas tekur undir með Robert Lewandowski, leikmanni Barcelona, sem sagði að ensk félög eyði miklum peningum en fá ekki endilega virði fyrir peningana.

„Ég held ég sé sammála Lewandowski. Þeir borga mikið fyrir leikmenn sem spila sex leiki, sem hafa ekkert gert. Ef þú horfir á Ballon d'Or til dæmis þá held ég að 12 af síðustu 15 hafa komið úr La Liga," sagði Tebas.

„Við höfum ekki áhyggjur. Þetta blæs markaðinn eflaust upp, en í gegnum árin, ef þú horfir líka á evrópskar keppnir, þá hefur La Liga gengið jafn vel og úrvalsdeildin, ef ekki betur. Auðvitað koma einstaka ár hér og þar sem eru undantekningar. Enska úrvalsdeildin fer fram úr La Liga hvað varðar skuldir og fjármagn, en utan þess erum við ánægð."
Athugasemdir