Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sádi-Arabía: Ronaldo og Joao Felix skoruðu sitthvora tvennuna
Mynd: EPA
Joao Felix hefur skorað fimm deildarmörk í þremur leikjum fyrir Al-Nassr síðan hann gekk til liðs við félagið frá Chelsea í sumar.

Hann skoraði tvennu og lagði upp eitt á landa sinn Cristiano Ronaldo í 5-1 sigri gegn Al-Riyadh. Ronaldo skoraði einnig tvennu og þá skoraði Kingsley Coman eitt og lagði upp tvö.

Ngolo Kante var hetja Al-Ittihad sem vann dramatískan sigur gegn Al-Najma. Kante skoraði eina mark leiksins þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Al-Nassr og Al-Ittihad eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner