Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   mán 04. maí 2015 16:12
Magnús Már Einarsson
Einar Logi í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Logi Einarsson hefur gengið til liðs við HK og mun leika með liðinu 1. deildinni í sumar.

Einar Logi er 23 ára gamall en hann getur leyst allar stöður í vörninni sem og spilað aftarlega á miðjunni.

Einar Logi er uppalinn hjá ÍA en hann hefur skorað þrjú mörk í 74 deildar og bikarleikjum á ferli sínum með Skagamönnum.

Í fyrra kom Einar Logi lítið við sögu hjá ÍA en hann spilaði þrjá leiki með Kára í 4. deildinni um mitt mót áður en hann fór til Bandaríkjanna í nám.

HK heimsækir Gróttu í 1. umferðinni í 1. deildinni á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner