Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. júní 2023 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon lagði upp áður en FCK tók við bikarnum - Ótrúleg endurkoma hjá AGF
Hákon með bikarinn
Hákon með bikarinn
Mynd: Getty Images
FCK var þegar búið að tryggja ser sigur í dönsku deildinni þegar liðið fékk Randers í heimsókn í lokaumferðinni í dag.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu báðir á bekknum en Hákon kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik en þá var FCK 1-0 undir.

Á 83. mínútu jafnaði FCK metin en Hákon lagði upp markið á Viktor Claesson. 1-1 lokatölur

Ísak kom ekkert við sögu í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem FCK verður danskur meistari.

AGF tryggði sér sæti í Sambandsdeildinni eftir ótrúlegt jafntefli gegn Bröndby. Bröndby komst í 3-0 á 67. mínútu en AGF var manni færri frá 37. mínútu.

AGF minnkaði muninn á 74. mínútu og sex mínútum síðar fékk Bröndby rautt spjald. Áður en flautað var til leiksloka tókst AGF að skora tvö mörk og tryggja sér stig sem tryggði liðinu sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Mikael Anderson var í byrjunarliðinu en fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner