Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mið 04. júlí 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Unai Emery skellti leikmönnum Arsenal beint í píptest
Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger.
Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger.
Mynd: Arsenal
Nýr kafli hjá Arsenal er hafinn, með Unai Emery við stjórnvölinn. Spánverjinn stýrði sinni fyrstu æfingu í gær en þangað voru mættir þeir leikmenn sem ekki taka þátt í HM í Rússlandi.

Í upphafi æfingarinnar kynnti hann leikmönnunum fyrir nýjum aðilum þjálfarateymisins áður en menn skelltu sér í píptest til að hægt væri að sjá hverngi menn kæmu undan sumarfríinu.

Þjálfarateymi Unai Emery:
Juan Carlos Carcedo (aðstoðarstjóri)
Steve Bould (aðstoðarstjóri)
Pablo Villanueva (þjálfari)
Julen Masach (styrktarþjálfari)
Darren Burgess (þrekþjálfari)
Javi Garcia (markvarðaþjálfari)
Sal Bibbo (markvarðaþjálfari)
Victor Manas (leikgreinandi)

„Erum við góðir? Góðan daginn. Með okkur er Juan Carlos Carcedo. Hann er aðstoðarmaður minn sem mun vinna með Steve Bould og einnig með Pablo Villa," sagði Emery,

Carcedo lagði skóna á hilluna 2006 eftir að hafa spilað fyrir Nice og Atletico Madrid. Sama ár varð hann aðstoðarmaður Emery hjá Almeria. Síðan hefur Carcedo fylgt Emery út um allt. Þeir hafa unnið saman hjá Valencia, Spartak Moskvu, Sevilla og Paris Saint-Germain.

Hector Bellerín, Aaron Ramsey, Rob Holding og Sokratis Papastathopoulos sem keyptur var á dögunum voru meðal þeirra sem tóku þátt í fyrstu æfingu. Þá var Pierre-Emerick Aubameyang mættur en samkvæmt fréttum kom hann einstaklega vel út úr öllum þeim prófunum sem hann var settur í.

Arsenal spilar æfingaleik við Atletico Madrid þann 26. júlí en þess má geta að fyrsti leikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni 2018-19 verður gegn Manchester City þann 11. ágúst.

🔴 Inside the training ground, with #Arsenal head coach @unaiemery_

A post shared by Arsenal Official (@arsenal) on


Athugasemdir
banner
banner
banner