Langþráður sigur Leicester
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á King Power leikvanginum í Leicester og Old Trafford í Manchester.
Á Old Trafford lentu heimamenn 0-1 undir þegar Junior Stanislas skoraði eftir að hafa klobbað Maguire og skorað svo með skoti á nærstöng úr þröngu færi. Mason Greenwood jafnaði leikinn tæplega stundarfjórðungi seinna og þeir Marcus Rashford og Antonhy Martial sáu til þess að United leiddi 3-1 í hléi.
Joshua King minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 49. mínútu eftir að hendi var dæmd á Eric Bailly. Mason Greenwood og Bruno Fernandes svöruðu því með sitthvoru markinu á næstu tíu mínútum. 5-2 niðurstaðan og þriðji þriggja marka sigur United í úrvalsdeildinni, í röð, staðreynd. United er á þessum tímapunkti fyrir ofan Chelsea sem mætir Watford í kvöld.
Í Leicester unnu heimamenn langþráðan sigur þegar Crystal Palace kom í heimsókn.
Framherjarnir Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy sáu til þess að Leicester vann sinn fyrsta leik eftir Covid-hlé og heldur 3. sætinu í deildinni. Bæði mörk Vardy komu seint í leiknum og það seinna í uppbótartíma.
Klukkan 16:30 hefst næsti leikur í úrvalsdeildinni þegar Wolves og Arsenal mætast.
Á Old Trafford lentu heimamenn 0-1 undir þegar Junior Stanislas skoraði eftir að hafa klobbað Maguire og skorað svo með skoti á nærstöng úr þröngu færi. Mason Greenwood jafnaði leikinn tæplega stundarfjórðungi seinna og þeir Marcus Rashford og Antonhy Martial sáu til þess að United leiddi 3-1 í hléi.
Joshua King minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 49. mínútu eftir að hendi var dæmd á Eric Bailly. Mason Greenwood og Bruno Fernandes svöruðu því með sitthvoru markinu á næstu tíu mínútum. 5-2 niðurstaðan og þriðji þriggja marka sigur United í úrvalsdeildinni, í röð, staðreynd. United er á þessum tímapunkti fyrir ofan Chelsea sem mætir Watford í kvöld.
Í Leicester unnu heimamenn langþráðan sigur þegar Crystal Palace kom í heimsókn.
Framherjarnir Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy sáu til þess að Leicester vann sinn fyrsta leik eftir Covid-hlé og heldur 3. sætinu í deildinni. Bæði mörk Vardy komu seint í leiknum og það seinna í uppbótartíma.
Klukkan 16:30 hefst næsti leikur í úrvalsdeildinni þegar Wolves og Arsenal mætast.
Leicester City 3 - 0 Crystal Palace
1-0 Kelechi Iheanacho ('49 )
2-0 Jamie Vardy ('77)
3-0 Jamie Vardy ('90 )
Manchester Utd 5 - 2 Bournemouth
0-1 Junior Stanislas ('16 )
1-1 Mason Greenwood ('29 )
2-1 Marcus Rashford ('35 , víti)
3-1 Anthony Martial ('45 )
3-2 Joshua King ('49 , víti)
4-2 Mason Greenwood ('54 )
5-2 Bruno Fernandes ('59 )
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 4 | 4 | 0 | 0 | 9 | 4 | +5 | 12 |
2 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
3 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Man City | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 | 4 | +4 | 6 |
9 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
10 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
11 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Man Utd | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 7 | -3 | 4 |
15 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
16 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
17 | Burnley | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 7 | -3 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir