Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. júlí 2022 09:12
Elvar Geir Magnússon
Phillips gerði sex ára samning við Man City (Staðfest)
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur gengið frá kaupum á enska landsliðsmiðjumanninum Kalvin Phillips. Hann skrifaði undir sex ára samning.

Phillips er 26 ára og lék 235 leiki á átta tímabilum á Elland Road. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Pep Guardiola fær til City í sumar; á eftir Erling Haaland og Stefan Ortega Moreno.

„Ég er hæstánægður með að hafa gengið í raðir Manchester City. City er besta liðið í landinu," segir Phillips.

Talið er að City borgi um 45 milljónir punda fyrir leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner
banner