Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 04. júlí 2023 22:11
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu vítakeppnina: Fimm spyrnur fóru forgörðum
Vítabaninn Kristijan tók menn út á taugum.
Vítabaninn Kristijan tók menn út á taugum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tryggði sér þátttöku í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir dramatíska viðureign við Breiðablik í kvöld.


Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri og urðu lokatölur 3-3 eftir framlengingu, en dramatíkin var gríðarleg.

Þrjú mörk voru skoruð á síðustu tíu mínútum leiksins og var farið í framlengingu í stöðunni 2-2. Blikar komust yfir og jöfnuðu heimamenn með marki á 117. mínútu, sem knúði fram vítaspyrnukeppnina.

Þegar á hólminn var komið brást ansi mörgum leikmönnum bogalistin, en í heildina skoruðu aðeins fjórar vítaskyttur af níu.

Elfar Árni Aðalsteinsson lét verja fyrstu spyrnuna frá sér og svo varði Kristijan Jajalo frá Gísla Eyjólfssyni, en eftir það byrjuðu menn að negla boltanum bara yfir markið.

KA vann vítakeppnina að lokum 3-1 og mætir annað hvort KR eða ríkjandi meisturum Víkings R. í úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner