Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 04. ágúst 2015 09:49
Magnús Már Einarsson
Kvennalið Vals spilar áfram á Hlíðarenda
Úr leik hjá Val í sumar.
Úr leik hjá Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur mun spila heimleiki sína í Pepsi-deild kvenna á æfingasvæðinu á Hlíðarenda út þetta tímabil.

Framkvæmdir eru hafnar á Vodafonevellinum en verið er að leggja gervigras þar. Karlalið Vals spilar næstu leiki á Laugardalsvelli en kvennaliðið mun spila á æfingasvæðinu á Hlíðarenda.

„Okkur býðst til að spila á Laugardalsvelli en okkur líður vel heima," sagði Ólafur Brynjólfsson þjálfari kvennaliðs Vals við Fótbolta.net.

„Við erum með okkar klefa, spilum á þeim velli sem við æfum á og erum á heimavelli. Okkur finnst við ekki vera á heimavelli á Laugardalsvelli."

Næsti leikur Vals í Pepsi-deild kvenna er gegn Stjörnunni á Hlíðarenda á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner