Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   sun 04. september 2022 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Góðir sigrar hjá Valencia og Villarreal - Braithwaite hetja Espanyol
Martin Braithwaite skoraði í fyrsta leik
Martin Braithwaite skoraði í fyrsta leik
Mynd: EPA
Valencia og Villarreal unnu þægilega sigra í La Liga á Spáni í kvöld og þá var danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite hetja Espanyol í fyrsta leik hans fyrir félagið.

Braithwaite gekk í raðir Espanyol á dögunum eftir að hafa rift samningi sínum við Barcelona en það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn hjá litla liðinu í Barcelona-borg.

Hann var settur í byrjunarliðið í fyrsta leik og gerði svo sigurmarkið á 83. mínútu gegn Athletic Bilbao. Þetta var fyrsti sigur Espanyol sem er með 4 stig eftir fjóra leiki.

Valencia pakkaði Getafe saman, 5-1. Liðið náði þriggja marka forystu á fyrstu sextán mínútum leiksins og bættu svo við tveimur mörkum áður en Pedro Sosa gerði sárabótarmark fyrir Getafe undir lokin.

Bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Ilaix Moriba fékk rautt spjald í liði Valencia á 88. mínútu og Mauro Arambarri sömuleiðis nokkrum mínútum síðar.

Villarreal vann Elche, 4-0. Liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik áður en Francis Coquelin og Jose Morales kláruðu dæmið undir lok leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

Osasuna 2 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Aimar Oroz ('54 )
1-1 Florian Lejeune ('75 )
2-1 Ruben Garcia ('90 )

Athletic 0 - 1 Espanyol
0-1 Martin Braithwaite ('83 )

Villarreal 4 - 0 Elche
1-0 Alberto Moreno ('26 )
2-0 Giovani Lo Celso ('36 )
3-0 Francis Coquelin ('89 )
4-0 Jose Luis Morales ('90 )

Valencia 5 - 1 Getafe
1-0 Lato Toni ('7 )
2-0 Lino ('14 )
3-0 Samu Castillejo ('16 )
4-0 Nicolas Gonzalez ('65 )
5-0 Hugo Duro ('68 )
5-1 Pedro Gaston Alvarez Sosa ('78 )
Rautt spjald: ,Moriba Ilaix, Valencia ('88)Mauro Arambarri, Getafe ('90)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner