Trent Alexander-Arnold byrjar á bekknum hjá Real Madrid í endurkomunni á Anfield þegar liðið heimsækir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður að því hvernig móttökur Alexander-Arnold muni fá fyrir leikinn.
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður að því hvernig móttökur Alexander-Arnold muni fá fyrir leikinn.
„Ég veit ekki hvort hann fái einhverjar sérstakar móttökur ef hann hitar upp fyrir leikinn. Það er ekki það fyrsta sem ég hugsa um varðandi leikinn," sagði Slot.
„Það fyrsta sem ég hugsa um eru þeir sem spla fyrir mig og spila fyrir Real Madrid. Ef Trent kemur inn á mun hann að sjálfsögðu hafa áhrif á leikinn. Ég veit það því hann gerði það nokkrum sinnum á síðustu leiktíð. Hann breytti leiknum algjörlega þegar hann kom inn á gegn Newcastle. Hann er stórkostlegur leikmaður og frábær manneksja."
Athugasemdir



