Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. desember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær fær pening til að kaupa næsta sumar
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, sagði í spjalli við stuðningsmenn félagsins á dögunum að Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, fái pening til leikmannakaupa næsta sumar.

Woodward segir að United vilji styðja eins vel við bakið á Solskjær á leikmannamarkaðinum og hægt er.

„Ég sgaði við ykkur í apríl að við vildum styrkja hópinn en samt passa eyðsluna út af faraldrinum," sagði Woodward.

„Ég tel að við höfum staðið við það. Með kaupunum í sumar höfum við styrkt hópinn okkar fyrir yfir 200 milljónir evra ef við tökum saman kaup og sölur síðan 2019 - þaðer meira en nokkuð annað stórlið í Evrópu á þeim tíma."

„Við munum halda áfram að styðja Ole eins og áætlað hefur verið með kaupum til lengri tíma og við einbeitum okkur að sumarglugganum."

Athugasemdir
banner
banner
banner