Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 19:50
Brynjar Ingi Erluson
SJáðu laglegt aukaspyrnumark Depay í Brasilíu
Memphis Depay er að njóta sín í Brasilíu
Memphis Depay er að njóta sín í Brasilíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski sóknarmaðurinn Memphis Depay er að gera flotta hluti í brasilíska boltanum en hann skoraði laglegt aukaspyrnumark í 3-0 sigri Corintihians á Bahia í nótt.

Depay samdi óvænt við Corinthians í byrjun tímabils eftir að hafa spilað með Atlético Madríd, Barcelona, Lyon, Manchester United og PSV í Evrópuboltanum.

Það er heldur óvenjulegt að leikmaður í hans klassa, maður sem er fastamaður í hollenska landsliðinu, fari til Brasilíu á þessum tímapunkti ferilsins, en hann er heldur betur að njóta sín þar.

Í nótt skoraði hann tvö mörk í sigri á Bahia, þar af eitt úr aukaspyrnu sem hann hamraði í slá og inn.

Hann hefur skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum með Corinthians, en aukaspyrnumark hans má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner