Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   mán 05. janúar 2026 13:07
Elvar Geir Magnússon
Telegraph: Búið að ákveða að reka Amorim fyrir Leeds leikinn
Rúben Amorim var rekinn í morgun.
Rúben Amorim var rekinn í morgun.
Mynd: EPA
Rúben Amorim var í morgun rekinn frá Manchester United en Telegraph greinir frá því að örlög hans hafi verið ráðin fyrir jafnteflisleikinn gegn Leeds.

Sagt er að ákveðið hafi verið á föstudag að reka Amorim og stjórnin ekki talið annað í stöðunni eftir hitafund portúgalska stjórans með Jason Wilcox, yfirmanni fótboltamála hjá United.

Wilcox hafi stefnt á að fara yfir þróun liðsins með Amorim en þegar talið barst að leikkerfinu hafi Amorim sýnt of tilfinningarík viðbrögð. United hefur að mestu spilað 3-4-3 kerfi hjá Amorim.

Eftir fundinn hafi verið ákveðið að láta Amorim fara. Þessi hitafundur hafi svo verið kveikjan að ummælum Amorim eftir leikinn gegn Leeds.

Ákvörðunin um að reka Amorim var tekin af Wilcox og framkvæmdastjóranum Omar Berrada, með stuðningi stjórnarinnar. Wilcox og Berrada tilkynntu Amorim um ákvörðunina í morgun.
Athugasemdir
banner
banner