Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 05. febrúar 2023 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
„Það er eitthvað að innan herbúða Man City"
Mynd: Getty Images

Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, finnst eitthvað óeðlilegt vera í gangi hjá Manchester City.


Þetta sagði hann eftir 1-0 tap liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann er ekki lengur sannfærður um að Man City muni verja úrvalsdeildartitilinn.

„Ég hélt að Pep væri aðeins að hrista upp í þessu þegar ég sá byrjunarliðin. Mér leið alveg eins og fyrir nokkrum vikum þegar Manchester City lenti tveimur mörkum undir gegn Tottenham en kom svo til baka," sagði Neville.

„Í dag var enginn Kevin De Bruyne Ruben Dias eða Aymeric Laporte. Málið er að það má aldrei afskrifa Manchester City og það er erfitt að segja að Guardiola sé að gera mistök. Þessi maður hefur sannað snilli sína ítrekað eins og gerðist fyrir nokkrum vikum.

„En þrátt fyrir gæði þjálfarans þá er eitthvað að innan herbúða Man City. Það er eitthvað skrýtið í gangi. Fyrir tveimur eða þremur vikum sagði ég að Man City myndi vinna deildina en í dag er ég ekki svo viss.

„Þetta hefur ekki mikið að gera með úrslit leikja heldur meira það sem er að gerast innan herbúða félagsins. Það er skrýtið að nota ekki De Bruyne, Dias, Gundogan og Laporte í byrjunarliðinu og svo var allt þetta mál með Cancelo. Pep Guardiola er fótboltasnillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni.

„Það er eitthvað að innan herbúða Man City, það sést á því hvernig leikmenn haga sér innan vallar og hvernig leikurinn spilast. Það sást í dag, þetta var ekki frammistaða hjá liði sem spilar undir stjórn Guardiola. Ég held ég hafi aldrei séð neitt lið ná jafn mörgum skyndisóknum gegn City og í dag. Það er eitthvað að."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner