Fjallað var um það í síðasta mánuði að Sveinn Margeir Hauksson væri á leið í háskóla í Bandaríkjunum næsta haust.
Dalvíkingurinn var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á föstudag. Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson sagði sína skoðun á því að Sveinn væri á leið til Bandaríkjanna.
Dalvíkingurinn var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á föstudag. Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson sagði sína skoðun á því að Sveinn væri á leið til Bandaríkjanna.
„KA er að missa Svein Margeir, það er mjög slæmt. Mér þykir það mjög leiðinlegt því að ef sá leikmaður er á deginum sínum...," sagði Máni og hélt áfram eins og honum einum er lagið.
„Mér finnst hann eiginlega vera kasta inn handklæðinu. Sorry, með allri virðingu fyrir því að þú sért að fara í nám til Bandaríkjanna og allt það, þá finnst mér hann smá vera kasta inn handklæðinu of snemma."
„Ég er hrifinn af því dæmi að fara til Bandaríkjanna, en ég er á því að þegar Sveinn Margeir er á deginum sínum þá finnst mér hann það góður að félög í Skandinavíu séu að fara að kaupa hann."
„Ég upplifi oft að menn séu að fara í háskólanám í Bandaríkjunum af því þeir eru ekki að sjá sénsinn koma í atvinnumennsku. Það er slæmt að missa Svein Margeir," sagði Máni.
Sveinn er 22 ára og hefur hann leyst flestar stöðurnar fyrir framan varnarlínuna síðustu ár. Hann var í lykilhlutverki hjá KA í fyrra, byrjaði fimm af sex Evrópuleikjum liðsins og skoraði tvö mörk í öflugum heimasigri á Dundalk. Í deildinni byrjaði hann nítján leiki og kom sex sinnum inná sem varamaður og í bikarnum byrjaði hann alla fimm leiki KA. Hann skoraði fimm mörk í deildinni og eitt mark í bikarnum.
Athugasemdir