Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 05. mars 2021 11:20
Elvar Geir Magnússon
Newcastle leitar að sökudólgnum sem lekur öllu í fjölmiðla
Fréttamannafundur Steve Bruce, stjóra Newcastle, var vægast sagt áhugaverður í morgun.

Það sauð upp úr á æfingasvæði Newcastle í vikunni, milli Bruce og skoska leikmannsins Matt Ritchie. Bruce segist ekki neita því að hafa átt í rifrildi við miðjumanninn.

Sjá einnig:
Læti á æfingu Newcastle - Kallaði stjórann hugleysingja

„Svona gerist á ýmsum æfingasvæðum vikulega. Þegar 25 menn eru í samskiptum og tilfinningarnar miklar, keppnin hörð, þá gerast svona hlutir því miður," segir Bruce.

Sjá einnig:
Ritchie biðst afsökunar á rifrildinu

„Þessu máli er lokið, hann hefur beðist afsökunar. Svona hlutir gerast. En að þetta hafi lekið í fjölmiðla skapar vandamál sem hefði verið betra að vera án. Það eru mikil vonbrigði að svona lekur út og við erum að reyna að finna sökudólginn."

Bruce segir að blaðamaðurinn sem hafi fyrst greint frá rifrildinu við Ritchie eigi heimildarmann innan félagsins.

„Þessi svokallaði blaðamaður hefur fengið sinn tíma í sviðsljósinu, en það er mikilvægt að við séum öll að róa í sömu átt og náum í þann fjölda stiga sem þarf til að halda okkur í úrvalsdeildinni," segir Bruce.

Illa hefur gengið hjá Newcastle en liðið er aðeins þremur stigum frá fallsæti. Liðið á feikilega mikilvægan leik gegn West Bromwich Albion í hádeginu á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner