Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Ritchie biðst afsökunar á rifrildinu við Bruce
Matt Ritchie.
Matt Ritchie.
Mynd: Getty Images
Matt Ritchie, kantmaður Newcastle, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi sem hann átti við Steve Bruce, stjóra liðsins, á æfingsvæðinu í vikunni.

Daily Mail greindi frá því í gær að Ritchie og Bruce hafi lent í rifrildi á æfingu í vikunni.

Forsaga málsins er sú að Ritchie var mjög ósáttur við það að Bruce skyldi ásaka hann um það í viðtali að koma ekki fyrirmælum til liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves um síðustu helgi.

Þegar þeir hittust á æfingasvæði Newcastle í vikunni sauð allt upp úr og Ritchie kallaði stjórann meðal annars hugleysinga.

Ritchie hefur nú beðist afsökunar og Sky Sports segir að búið sé að leysa málið og að það sé gleymt og grafið.

Sjá einnig:
Læti á æfingu Newcastle - Kallaði stjórann 'hugleysingja"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner