Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. mars 2021 23:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Læti á æfingu Newcastle - Kallaði stjórann 'hugleysingja"
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Matt Ritchie á æfingu.
Matt Ritchie á æfingu.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, og Matt Ritchie, leikmaður liðsins, rifust á æfingu hjá félaginu að því er kemur fram á Daily Mail.

Ritchie var mjög ósáttur við það að Bruce skyldi ásaka hann um það í viðtali að koma ekki fyrirmælum til liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves um síðustu helgi.

Ritchie er sagður hafa hringt í Bruce eftir leikinn og vildi ræða við hann um þetta þá, en Bruce sagðist vilja frekar ræða við hann á æfingasvæðinu. Það er talið hafa farið í taugarnar á Ritchie.

Bruce sendi svo aðstoðarmann sinn, Steve Agnew, út á æfingasvæðið til að boða Ritchie á skrifstofu sína. Leikmaðurinn neitaði því og sagðist ekki vilja tala við 'hugleysingjann' eins og hann orðaði það.

Hinn sextugi Bruce er sagður hafa brjálast yfir orðum Ritchie. Hann fór út á æfingasvæðið, ýtti við honum og sagði: „Eftir allt sem ég hef gert fyrir þig..."

Ritchie, sem fékk nýjan samning á síðasta ári, svaraði honum með því að segja: „Þú hefur ekki gert rassgat fyrir mig." Hann endurtók svo það að Bruce væri 'hugleysingi'.

Samkvæmt Daily Mail þá standa margir leikmenn Newcastle með Ritchie. Einn heimildarmaður sagði við Daily Mail að margir leikmennirnir treysti honum ekki.

Markvörðurinn Karl Darlow missti sæti sitt í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Wolves en það birtist í fjölmiðlum áður en markvörðurinn vissi sjálfur af því. Leikmennirnir telja víst að Bruce hafi lekið tíðindunum í fjölmiðla en knattspyrnustjórinn neitaði því.

Daily Mail heldur því fram að hópur leikmanna vilji að aðstoðarstjórinn Graeme Jones taki við liðinu og stýri því út tímabilið en Newcastle er aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Miðað við sem fram kemur í greininni þá er leikmannahópurinn ekki ánægður með störf Bruce, þeim finnst hann kenna öllum öðrum um áður en hann lítur á sjálfan sig.

Lesa má greinina í heild sinni hérna og hér að neðan má hlusta á hlaðvarp um enska boltann þar sem meðal annars var mikið rætt um Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner