Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Fonseca stjóri Roma vill halda Smalling hjá félaginu
Chris Smalling er að gera það gott hjá Roma.
Chris Smalling er að gera það gott hjá Roma.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling varnarmaður Manchester United hefur á þessu tímabili leikið á láni hjá Roma á Ítalíu.

Smalling kom mörgum á óvart, hann var fljótur að aðlagast á Ítalíu og hefur spilað vel.

Nú hefur Paulo Fonseca knattspyrnustjóri Roma greint frá því að hann vilji halda Smalling hjá félaginu.

„Hann hefur komið mér á óvart. Hann er varnarmaður sem aðeins hafði leikið á Englandi áður en hann kom til Ítalíu þar sem fótboltinn er að mörgu leyti öðruvísi."

„Chris var fljótur að aðlagast, hann er góður og klár náungi. Ef mögulegt er myndi ég vilja halda honum, hann er frábær atvinnumaður og persóna, það er mjög ánægjulegt að hafa hann hér hjá okkur," sagði Paulo Fonseca.
Athugasemdir
banner
banner