Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   mið 05. maí 2021 21:48
Bogi Sigurbjörnsson
Bryndís: Fögnum fyrsta stigi okkar í Pepsi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svekkjandi jafntefli, við missum tvö stig, hefðum getað fengið þrjú," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls eftir 1 - 1 jafntefli við Þrótt í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag en Þróttur jafnaði metin í lokin.

Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  1 Þróttur R.

„Við fögnum samt þessu fyrsta stigi, þetta er fyrsta stig í Pepsi og það er ekkert annað hægt en að taka því með gleði," hélt hún áfram.

„Varnarleikurinn var góður hjá okkur, en markið sem þær skoruðu komu úr föstu leikatriði, það gerist. Heilt yfir vörðumst við vel en sóknarlega vantaði smá uppá, en við skoruðum líka úr föstu leikatriði sem var mjög gott. Það vantaði smá ró á bolta, við hefðum geta verið rólegri og reynt að ná meira spili sem við getum gert og vitum það."

Næsti leikur Tindastóls er gegn Fylki. „Við ætlum að undirbúa okkur fyrir þann leik og gefa allt í hvern einasta leik," sagði Bryndís að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner