Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fös 05. júlí 2024 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Sigurður í Vestra? - Marvin Darri á förum
Ólafur Karl Finsen og Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Ólafur Karl Finsen og Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marvin Darri Steinarsson.
Marvin Darri Steinarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sveinn Sigurður Jóhannesson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Vestra.

Samúel Samúelsson, formaður Vestra, staðfestir við Fótbolta.net að viðræður séu í gangi við markvörðinn en það sé ekkert staðfest enn sem komið er.

Sveinn Sigurður er án félags eftir að hafa yfirgefið Val eftir síðustu leiktíð.

Sveinn er 29 ára og hafði verið hjá Val síðustu sex tímabil. Hann var varamarkvörður fyrir Frederik Schram á síðasta tímabili en stóð sig afar vel í úrslitakeppninni þegar Frederik var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Valur vildi halda honum eftir síðasta tímabil en hann hafnaði tilboðum félagsins.

William Eskelinen er aðalmarkvörður Vestra og á Sveinn Sigurður væntanlega að koma inn með samkeppni fyrir hann. Marvin Darri Steinarsson er núna varamarkvörður Vestra en hann er á förum og mun líklega fara á láni núna í sumarglugganum að eigin ósk.

Marvin var öflugur þegar Vestri komst upp úr Lengjudeildinni í fyrra en hann hefur ekki fengið þau tækifæri sem hann vildi í sumar.

Vestri er sem stendur í ellefta sæti Bestu deildarinnar með tíu stig. Liðið mætir Breiðabliki um helgina.
Athugasemdir
banner
banner