Jason Tindall hefur áhuga á að taka við sem stjóri Bournemouth en hann hefur í áraraðir verið aðstoðarstjóri hjá félaginu.
Eddie Howe hætti störfum hjá Bournemouth á dögunum eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni.
Tindall hefur verið aðstoðarmaður Howe hjá Bournemouth síðan 2008 en hann fylgdi honum einnig til Burnley tímabilið 2011/2012 áður en þeir fóru aftur til Bournemouth.
Eddie Howe hætti störfum hjá Bournemouth á dögunum eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni.
Tindall hefur verið aðstoðarmaður Howe hjá Bournemouth síðan 2008 en hann fylgdi honum einnig til Burnley tímabilið 2011/2012 áður en þeir fóru aftur til Bournemouth.
Stjórn Bournemouth ætlar að skoða stjóramálin á næstunni og líklegt þykir að Tindall og fleiri aðilar verði teknir í starfsviðtal.
Veðbankar á Englandi telja að Tindall sé líklegastur til að taka við í augnablikinu.
Athugasemdir