West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   mið 05. ágúst 2020 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísaki líkt við skriðdreka: Aldrei verið mikið fyrir það að lyfta lóðum
Það var alveg í stöðunni en Norwich vildi frekar að ég myndi fara til St. Mirren og fá leiktíma þar.
Það var alveg í stöðunni en Norwich vildi frekar að ég myndi fara til St. Mirren og fá leiktíma þar.
Mynd: St. Mirren
Ákvað að fara ekki í umspilið vegna þess að veiran var ennþá frekar slæm í Norður-Englandi
Ákvað að fara ekki í umspilið vegna þess að veiran var ennþá frekar slæm í Norður-Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu leikina mun ég örugglega vera að koma af bekknum þangað til ég kemst í 100% leikform.
Fyrstu leikina mun ég örugglega vera að koma af bekknum þangað til ég kemst í 100% leikform.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Faðir minn var mikill ræktar kall á sínum yngri árum
Faðir minn var mikill ræktar kall á sínum yngri árum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson gekk í júlí í raðir skoska félagsins St. Mirren að láni frá Norwich. Ísak er hluti af öflugu U19 landsliði Íslands og hefur verið á mála hjá Norwich undanfarin ár.

Í lok janúar gekk hann í raðir Fleetwood að láni og kom tvisvar við sögu með liðinu í ensku C-deildinni. Ísak, sem er nítján ára gamall, lék sinn fyrsta leik með St. Mirren á laugardag og heyrði Fótbolti.net í honum í kjölfarið.

Veiran var mjög skæð í Norður-Englandi
Fyrsta spurning sem Ísak fékk var út í tímann hjá Fleetwood, Ísak var átta sinnum í leikmannahópnum og kom tvisvar sinnum inn á sem varamaður. Eftir áttunda leikinn kom hlé á allan fótbolta í Englandi vegna heimsfaraldursins. Hvernig var tíminn hjá Fleetwood?

„Þetta var mjög skemmtilegt og góð reynsla að fara til Fleetwood. Hefði verið gott að vera þarna lengur og fá meiri spila tíma, hefði viljað að fá fleiri mínútur í þessum leikjum en það varð ekki," sagði Ísak.

Fleetwood lék í umspilinu um að komast upp í B-deildina núna í júlí og Ísak var ekki í hópnum hjá Fleetwood. Hvers vegna var það?

„Ég ákvað að fara ekki í umspilið vegna þess að veiran var ennþá frekar slæm í Norður-Englandi og vildi ekki taka þa áhættu að fara aftur á þessum tíma."

Vildi að Ísak myndi fá leiktíma
Ísak framlengdi samning sinn við Norwich í sumar og rennur nýr samningur út sumarið 2022. Í kjölfarið er tilkynnt um að hann færi á láni í skosku úrvalsdeildina. Hvernig kom það til?

„St. Mirren var búið að fylgjast með mér í langan tíma og ætlaði að fá mig í janúar glugganum en þá fór ég til Fleetwood."

Voru fleiri lið sem vildu fá Ísak núna í sumar?

„Fleetwood hafði áhuga á að fá mig aftur fyrir næsta tímabil en ég vildi prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir."

Norwich féll úr ensku úrvalsdeildinni núna í sumar og leikur í Championship á komandi tímabili. Var möguleiki að vera hjá Norwich og berjast um mínútur þar?

„Það var alveg í stöðunni en Norwich vildi frekar að ég myndi fara til St. Mirren og fá leiktíma þar. Norwich hefur möguleika á að kalla mig til baka í janúar."

Strax náð að tengja vel við nýjan hóp
Hvernig hafa fyrstu dagarnir og vikurnar verið í Skotlandi?

„Fyrstu vikurnar hafa verið skemmtilegar. Það tók mig ekki langan tíma að komast inn í hópinn og hef náð að tengja vel við leikmenn og starfsfólk."

Ísak kom inn á sem varamaður á laugardag þegar St. Mirren sigraði Livingston í fyrstu umferð deildarinnar. Hvernig var að koma inn á í fyrsta leik og ná í sigur?

„Það er alltaf skemmtilegt að vinna í fyrsta leik með nýju liði. Ég kom bara inn í síðustu vikuna á pre-seasoninu þannig það mun taka smá tíma í að komast í 100% leikform en alltaf gaman að fá nokkrar mínútur."

Verið svona byggður frá því hann man eftir sér
Hvernig verður hlutverk Ísaks núna til að byrja með á leiktíðinni?

„Ég mun spila sem fremri miðjumaður (í tíunni). Fyrstu leikina mun ég örugglega vera að koma af bekknum þangað til ég kemst í 100% leikform. Svo vonandi fæ ég að byrja einhverja leiki."

Ísak er mjög sterkbyggður leikmaður og var líkamsbyggingu hans líkt við skriðdreka eins og má lesa um hér neðst í fréttinni. Hefur Ísak alltaf verið sterkbyggður? Einhver gen sem geta útskýrt bygginguna?

„Ég hef verið svona byggður frá því ég man eftir mér. Það var ekki fyrr en ég fór til Norwich að ég byrjaði að fara í ræktina og lyfta, hef alltaf bara verið að gera sama og aðrir. Hef aldrei verið mikið fyrir það að lyfta mikið! Faðir minn var mikill ræktar kall á sínum yngri árum," sagði Ísak að lokum.

Viltu vita meira um Ísak Snæ?:
FCK reyndi að fá Ísak á reynslu 12 ára - Foreldrar sögðu nei
Ísak Snær: Kemur á óvart hversu 'nice' Joey Barton er
Ísak æfir blótsyrði fyrir landsleiki - „Vil geta svarað fyrir mig"
Segir að Ísak Snær sé byggður eins og skriðdreki

Næsti leikur St. Mirren er gegn Rangers um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner