Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 25. apríl 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak æfir blótsyrði fyrir landsleiki - „Vil geta svarað fyrir mig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson.
Atli Barkarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson og Atli Barkarson voru á sama tíma á mála hjá Norwich. Ísak er enn hjá Norwich en Atli er genginn í raðir Víkings í Reykjavík.

Atli segir frá skemmtilegri sögu í Hinni hliðinni á dögunum. Þar rifjar hann upp atvik úr U17-ára landsleik þar sem liðsfélagarnir úr Norwich léku með íslenska liðinu gegn því rússnesku.

Blótaði á rússnesku eftir slæma tæklingu
„Þegar við vorum að spila á móti Rússlandi í U17 þá voru Rússarnir orðinr nokkuð pirraðir á okkur og svo tók Ísak Snær svakalega tæklingu á einn af þeirra bestu leikmönnum."

„Þeir komu allir hlaupandi að honum og byrjuðu að ýta og rífast í honum en þá byrjaði Ísak bara að blóta á rússnesku til baka. Þeir urðu allir skíthræddir við hann, enda er hann byggður eins og naut. Það var ekkert eðlilega gott,"
segir Atli.

Fréttaritari hafði samband við Ísak og spurði hann hvort hann myndi eftir atvikinu og bað hann um að segja frá sinni upplifun.

„Ég fór mjög seint inn í tæklingu með takkana á undan og fór beint í ökklann á þeirra manni. Við vorum að vinna og því voru þeir orðnir pirraðir," sagði Ísak við Fótbolta.net.

„Ég vissi að þetta var slæm tækling hjá mér og ætlaði að biðjast afsökunar og taka bara spjaldið og halda áfram með leikinn."

„En þegar ég er að standa upp þá koma 4-5 Rússar hlaupandi að mér og umkringja mig og byrja að ýta í mig og rífast. Það var einn lítill pjakkur sem kom fyrir framan mig og byrjaði að blóta beint í smettið á mér og ég skildi sumt að því sem hann var að segja við mig."

„Það gerði mig bara pirraðan og ég byrjaði að blóta til baka og ýti aðeins við honum. Ég held að það sé ekkert gott að ég sé að segja hvað ég sagði honum en það voru ekki mjög falleg orð. Eftir þetta sauð allt uppúr og það komu allir hlaupandi inn í þetta."


Af hverju kann Ísak eitthvað í rússnesku?

„Ég kann örlítið í rússnesku þar sem pabbi minn vann alltaf í nokkra mánuði í Rússlandi og kenndi okkur alltaf nokkur orð. Síðan fór ég að 'googla' aðeins meira ef við skildum einhverntímann fara til hans þegar hann var að vinna."

Æfir blótsyrði til að geta svarað fyrir sig
Hefur Ísak æft sig á öðrum tungumálum til að koma andstæðingnum úr jafnvægi?

„Ég á það til að 'googla' blótsyrði fyrir landsleiki vegna þess að það pirrar mig þegar önnur lið beina blótsyrðum að mér og ég skil ekki hvað þeir eru að segja."

„Ég vil geta svarað fyrir mig og látið heyra í mér. Svo bregður stundum andstæðingnum við þegar þeir heyra mig segja eitthvað á þeirra tungumáli og þá verða þeir kjaftstopp,"
sagði Ísak að lokum og hlær.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Atli Barkarson (Víkingur R.)
Hin hliðin - Ísak Þorvaldsson (Norwich/Fleetwood)
FCK reyndi að fá Ísak á reynslu 12 ára - Foreldrar sögðu nei
Ísak Snær: Kemur á óvart hversu 'nice' Joey Barton er
Athugasemdir
banner
banner
banner