Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. september 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bobby Duncan neitaði United - Vildi ekki svíkja Liverpool
Mynd: Getty Images
Mál Bobby Duncan, umboðsmanns hans og Liverpool vakti mikla athygli á dögunum.

Duncan vildi fá meiri spiltíma en Liverpool vildi ekki selja leikmanninn sem hafði beðið um sölu frá félaginu.

Hann gekk þó á endanum í raðir Fiorentina á Ítalíu. Milliliður sem sá um félagaskiptin segir að Manchester United ætlaði að krækja í leikmanninn unga en Duncan vildi ekki fara til Rauðu Djöflanna.

Þessi 18 ára framherji á samkvæmt, Vincenzo Morabito, sem segist hafa átt stóran þátt í félagaskiptunum, að hafa neitað því að fara til United þar sem hann vildi ekki svíkja Liverpool.

„Umboðsmaður hans, Saif Rubie, hafði samband við mig í apríl og vildi finna nýtt félag fyrir Bobby. Hann vildi ekki svíkja Liverpool og neitaði því United. Svo vildi hann fara til Lazio en Liverpool vildi ekki losa hann. Ég vona að Vincenzo Montella (stjóri Fiorentina) hjálpi honum að verða að betri leikmanni," sagði Morabito í viðtali í dag.

Sjá einnig:
Fiorentina reynir að fá frænda Steven Gerrard frá Liverpool
Liverpool telur tilboð Fiorentina vera niðrandi
Bobby Duncan brjálaður út í Liverpool - Ekki farið úr húsi í fjóra daga
Carragher kallar umboðsmann Duncan trúð
Bobby Duncan: Ég vil bara spila fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner