Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 05. september 2020 18:23
Magnús Már Einarsson
Hamren: Eitt versta tapið á 40 ára ferli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega vonsvikinn. Ég hef verið þjálfari í 40 ár og ég hef tapað fullt af leikjum en þetta er eitt versta tap sem ég hef lent í," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, eftir svekkjand 1-0 tap gegn Englandi í dag.

Raheem Sterling skoraði eina markið úr vítaspyrnu í lok leiks en í næstu sókn klikkaði Birkir Bjarnason á vítaspyrnu fyrir Ísland.

„Ég vorkenni leikmönnunum. Við vissum að við yrðum að vera sterk heild varnarlega og þeir gerðu þetta frábærlega. Við gerðum þetta saman . Stig hefði verið sigur fyrir okkur en við fengum ekkert. Leikmennirnir unnu frábæra vinnu en fengu ekkert í staðinn. Ég er mjög svekktur."

Vítaspyrnan sem England fékk var dæmd á hendi hjá Sverri Inga Ingasyni en vítaspyrna ÍSlands var dæmt eftir að Joe Gomez braut á Hólmberti Friðjónssyni sem var nýkominn inn á.

„Ég sá ekki vítaspyrnudóminn þeirra þar sem ég stóð. Ég talaði við leikmennina og þeir segja að þetta sé ekki víti. Ég sá vítaspyrnuna okkar því ég var í betra sjónarahorni og mér fannst það rétt. Ég get ekkert talað um vítaspyrnuna sem England fékk," sagði Hamren.

Hamren var spurður að því hvort vítaskytta Íslands hafi verið ákveðinn fyrir leik og hann sagði að það hefði verið Birkir Bjarnason sem tók vítið.
Athugasemdir
banner
banner
banner