Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. október 2019 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar sá rautt - Willum skoraði í sigri
Elmar fékk rautt spjald í tapi í dag.
Elmar fékk rautt spjald í tapi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Toppliðið í næst efstu deild í Tyrklandi, Akhisaspor, sem Theodór Elmar Bjarnason leikur með, heimsótti í dag Giresunspor.

Elmar var í byrjunarliði Akhisaspor í dag í annað sinn á tímabilinu. Elmar fékk að líta fyrra gula spjaldið á 44. mínútu og það seinna á 86. mínútu og þar með rautt spjald.

Giresunspor sigraði leikinn með einu marki gegn engu og komst upp úr fallsæti deildarinnar. Akhisaspor er enn sem komið er í toppsæti deildarinnar með 13 stig eftir sjö umferðir.

Giresunspor 1-0 Akhisaspor

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Bate Borisov í útisigri á Slutsk í hvít-rússnesku deildinni.

BATE sigraði leikinn, 0-3, og er sem stendur í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum frá toppliði Brest.

Willum lék allan leikinn í dag og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Markið er fyrsta mark Willums í deildinni.

Slutsk 0-3 BATE
Athugasemdir
banner