Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 05. október 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiginkona Romero: Virðingu einu sinni!
Eiginkona markvarðarins Sergio Romero hefur látið í ljós óánægju sína með Manchester United.

Romero hefur verið varamarkvörður Manchester United frá 2015, en núna er Argentínumaðurinn orðinn þriðji markvörður á eftir David de Gea og Dean Henderson.

Svo virðist sem Romero verði áfram hjá Man Utd þrátt fyrir það. Hann var í dag orðaður við Everton sem vildi fá hann á láni, en Man Utd var aðeins tilbúið að selja hann - ekki lána.

Eliana Guercio, eiginkona Romero, lét Man Utd heyra það á Instagram fyrir það hvernig félagið hefur komið fram við eiginmann sinn.

„Sergio Romero er búinn að leggja mikið á sig fyrir þetta félag. Síðasti bikar sem þeir unnu, þeir lyftu honum með honum. Hann hjálpaði félaginu að komast í fjóra úrslitaleiki/undanúrslitaleiki og þeir töpuðu þeim öllum með hann á bekknum. Það er komið að því að leyfa honum að fara. Virðingu einu sinni!"


Athugasemdir
banner
banner