Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 23:39
Ívan Guðjón Baldursson
Everton gefur Sandro til Spánar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Everton er búið að gefa sóknarmanninn Sandro Ramirez frá sér eftir einstaklega misheppnaða dvöl hjá félaginu. Sandro yfirgefur félagið á frjálsri sölu en hann átti eitt ár eftir af samningnum. Hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Huesca í spænsku deildinni.

Sandro gekk í raðir Everton fyrir þremur árum og kostaði 6 milljónir evra en náði sér aldrei á strik í enska boltanum. Í heildina spilaði hann 16 leiki fyrir Everton og skoraði aðeins eitt mark.

Sandro var lánaður til Sevilla og Real Sociedad þar sem honum tókst ekki að skora í 44 leikjum. Á síðustu leiktíð fór hann svo til Real Valladolid og náði loks að skora, hann gerði fjögur mörk í 26 leikjum.

Sandro ólst upp hjá Barcelona frá 14 ára aldri og skoraði 7 mörk fyrir félagið áður en hann var seldur til Malaga, þar sem hann sprakk út og gerði 16 mörk í 31 leik. Hann var keyptur til Everton í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner