Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
KA búið að jafna jafnteflismetið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA heimsótti Víking R. í gær og gerðu liðin 2-2 jafntefli í Pepsi Max-deild karla.

Þetta var tólfta jafntefli KA í átján leikjum á Íslandsmótinu í ár og er þar með búið að jafna jafnteflismet efstu deildar sem Breiðablik setti sumarið 2014.

KA hefur unnið þrjá og tapað þremur leikjum á tímabilinu og væri við venjulegar kringumstæður í nálægt fallsvæðinu. Liðið hefur ekki enn tapað á heimavelli í deildinni en Akureyringar duttu úr leik í bikarnum á heimavelli gegn ÍBV.

KA er núna aðeins einu jafntefli frá því að setja nýtt jafnteflismet. Liðið á eftir að spila heimaleiki við FH og Val og útileiki gegn KR og HK.

Flest jafntefli í sögu efstu deildar karla
12 - KA 2020 (18 leikir, 4 leikir eftir)
12 - Breiðablik 2014 (22 leikir)
11 - KR 1982 (18 leikir)
11 - Grindavík 2019 (22 leikir)
10 - KR 1983 (18 leikir)
10 - Stjarnan 2012 (22 leikir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner