Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 05. október 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru Börsungar rændir? - Sjáðu atvikið sem kom upp í uppbótartíma
Boltinn fór í höndina á Dumfries.
Boltinn fór í höndina á Dumfries.
Mynd: EPA
Leikmenn og þjálfarar Barcelona voru verulega ósáttir við dómgæsluna í stórleik gegn Inter í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

„Ég bara skil þetta ekki. Þetta er óréttlæti og ég get ekki orða bundist. Dómarar verða að tala," sagði Xavi, þjálfari Barcelona, pirraður eftir leik.

Það var mark tekið af Barcelona eftir að boltinn fór í hendi Ansu Fati en svo fékk Katalóníustórveldið ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi Denzel Dumfries, bakvarðar Inter, í uppbótartímanum.

Atvikið var skoðað í VAR en dómarinn fór ekki að skjánum. Hann dæmdi svo ekki vítaspyrnu.

Guðmundur Benediktsson, sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport, var vægast sagt hissa - rétt eins og Xavi var. Hægt er að sjá atvikið hérna.

Sagan segir að Barcelona sé að undirbúa formlega kvörtun til UEFA vegna dómgæslunnar.

Sjá einnig:
Xavi reiður og hneykslaður yfir dómgæslunni - „Ég skil ekkert í þessu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner