Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 05. nóvember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Forseti Rennes brjálaður: Dómarinn var maður leiksins
„Við eigum ekki að skammast okkar þrátt fyrir úrslitin. Það er meiri reiði hjá okkur en vonbrigði. Dómarinn var maður leiksins," sagði Nicolas Holveck, forseti Rennes, reiður eftir 3-0 tapið gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær.

Holveck var brjálaður út í þýska dómarann Felix Zwayer eftir að hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleks. Hendi var dæmd á Dalbert, leikmann Rennes, eftir að boltinn fór af fæti hans og í hendina.

Dalbert fékk einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Zwayer dómari ákvað dóminn eftir að hafa skoðað atvikið í VAR skjánum.

Holveck vill meina að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða og að Rennes hafi átt að fá vítaspyrnu þegar Kurt Zouma fékk boltann í hendina innan vítateigs snemma leiks.

„Ég vil að þeir útskýri fyrir mér regluna með hendi innan vítateigs. Ef þetta er hendi á Dalbert eftir að boltinn fór í fótinn á honum, hvað með hendina á Zouma? VAR vaknar þegar það er hendi á okkur en ekki hjá þeim," sagði Zwayer.
Athugasemdir
banner
banner