Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. nóvember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Forseti Rennes brjálaður: Dómarinn var maður leiksins
Dalbert svekktur eftir rauða spjaldið.
Dalbert svekktur eftir rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
„Við eigum ekki að skammast okkar þrátt fyrir úrslitin. Það er meiri reiði hjá okkur en vonbrigði. Dómarinn var maður leiksins," sagði Nicolas Holveck, forseti Rennes, reiður eftir 3-0 tapið gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær.

Holveck var brjálaður út í þýska dómarann Felix Zwayer eftir að hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleks. Hendi var dæmd á Dalbert, leikmann Rennes, eftir að boltinn fór af fæti hans og í hendina.

Dalbert fékk einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt. Zwayer dómari ákvað dóminn eftir að hafa skoðað atvikið í VAR skjánum.

Holveck vill meina að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða og að Rennes hafi átt að fá vítaspyrnu þegar Kurt Zouma fékk boltann í hendina innan vítateigs snemma leiks.

„Ég vil að þeir útskýri fyrir mér regluna með hendi innan vítateigs. Ef þetta er hendi á Dalbert eftir að boltinn fór í fótinn á honum, hvað með hendina á Zouma? VAR vaknar þegar það er hendi á okkur en ekki hjá þeim," sagði Zwayer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner