Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 05. nóvember 2020 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA vill breyta reglum um hendi innan vítateigs
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segist vilja breyta reglum um hendi sem hafa verið mikið til vandræða á tímabilinu.

Ceferin er búinn að senda beiðni til Gianni Infantino, forseta FIFA, og er líklegt að reglunum verði breytt í nánustu framtíð.

„Tilraunin til að skilgreina betur hvenær á að dæma hendi gekk ekki upp og hefur leitt til margra ósanngjarna ákvarðanna í fótboltaleikjum víða um heim," segir Ceferin í beiðni sinni samkvæmt Associated Press.

„Við verðum að viðhalda anda leiksins og ég tel það vera góða hugmynd að breyta reglunum aftur til baka. Það gerist nokkuð oft að boltinn fer óvart í hendi leikmanns innan vítateigs og í mörgum tilfellum er ósanngjarnt að dæma vítaspyrnu.

„Það er engin skömm í því að viðurkenna að ákvörðun tekin til að reyna að bæta leikinn hafi ekki gengið upp. Þá er mikilvægt að endurskoða regluna."


Ceferin er frá Slóveníu og hefur verið forseti UEFA síðan 2016. Hann er arftaki Michel Platini sem var rekinn fyrir mútuþægni.
Athugasemdir
banner
banner
banner