Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. nóvember 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók samtalið þegar sögurnar fóru af stað - „Gríðarlega öflugt að halda honum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vangaveltur voru um framtíð þjálfarans Davíðs Smára Lamude í haust og var hann orðaður við önnur þjálfarastörf. Davíð Smári var að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Vestra á Ísafirði og náði frábærum árangri bæði árin; fyrra árið fór hann með liðið upp úr Lengjudeildinni og í ár hélt hann liðinu uppi í Bestu deildinni.

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, fer fögrum orðum um störf Davíðs Smára. Sammi er mjög ánægður með hversu öflugt lið þjálfarinn náði að setja saman síðustu tvö ár og hefur fulla trú á því að hann nái aftur að setja saman gott lið fyrir næsta tímabil, en nú þegar er ljóst að sjö leikmenn eru horfnir á braut.

„Það er gríðarlega öflugt að halda honum. Davíð gerði samning við okkur sem gildir út næsta ár, þannig ég hafði svo sem ekki á neinum tímapunkti áhyggjur af því að missa hann. Þó að það tíðkist í mörgum samningum að menn séu með glugga til að segja upp samningnum þá var það ekki í okkar tilfelli. Við höfum verið gríðarlega ánægðir með Davíð þannig það kom aldrei neitt annað til greina en að hann yrði áfram með liðið," segir Sammi.

Það heyrðust slúðursögur hvort hann myndi taka við Fylki eða ÍBV, varst þú aldrei neitt stressaður?

„Nei, en ég skal viðurkenna að ég nefndi það við Davíð hvort að einhver félög hefðu tekið púlsinn á honum í ljósi þess að þessar sögur voru að fara af stað. Ég heyrði í honum og spurði hann út í þetta, hann bara sagði eins og var, þetta voru bara sögur sem fóru af stað og við vitum ekki hvernig. Þetta kom aldrei inn á borð til hans, ekkert félag sem heyrði í honum, allavega sagði hann mér það ekki, þannig ég trúi því og treysti," segir Sammi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner