Stuðningsmenn Liverpool bauluðu á Trent Alexander-Arnold sneri aftur á Anfield í gær. Hægri bakvörðurinn fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar og eru margir stuðningsmenn ennþá ósáttir við þá ákvörðun Englendingsins.
David James, fyrrum markvörður Liverpool, tjáði sig um viðbrögð stuðningsmanna eftir leikinn.
David James, fyrrum markvörður Liverpool, tjáði sig um viðbrögð stuðningsmanna eftir leikinn.
„Ég bjóst við blönduðum viðbrögðum, en það virtust talsvert fleiri vera ósáttir við að sjá hann koma inn á," sagði James á BBC.
„Hann hlýtur að hafa búist við því og mér fannst þetta ekki vera móðgandi, jafnvel þó að þetta hafi verið tilfinningaþrungið fyrir hann."
„Trent, á besta aldri, fór frá félaginu og stuðningsmenn mega hafa skoðun og sýna tilfinningar sínar. Þeir leggja allt sem þeir eiga - allt lífið - í félagið og búast við því að leikmenn verði áfram."
„Mér fannst þetta ekki vera móðgandi og þess vegna finnst mér baulið vera í lagi. Það hafði ekki áhrif á hann, ekki það að hann hafi verið nógu lengi inn á til að hafa áhrif á leikinn, en mér finnst þetta í lagi," sagði James.
Liverpool vann leikinn í gær 1-0.
Athugasemdir



